Eyvindur Karlsson

Allur minn starfsferill hefur farið fram innan skapandi greina á einn eða annan hátt. Ég hef stofnað mín eigin fyrirtæki, gefið út listaverk á eigin vegum og í gegnum stóra útgefendur, auk þess að hljóta Grímuverðlaun fyrir verk mín í leikhúsi. 

Ég er meðvitaður um að það mikilvægasta sem við höfum, sama hvað við fáumst við, eru sögur. Hvort sem um er að ræða markaðsstörf, tónlist eða bókmenntir snýst þetta allt um sögur. Án þess að hafa góðar sögur verður okkur ekkert ágengt.

Þar kem ég til skjalanna: Ég er sögumaður.

Starfsferill

Markaðsstörf

Í gegnum tíðina hef ég tekið að mér ótal verkefni sem markaðsmaður í lausamennsku, þar á meðal almannatengsl og markaðsstarf fyrir Allir lesa, lestrarátaks á vegum Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Að auki hef ég byggt upp mín eigin fyrirtæki með eigin markaðsstarfi, auk þess að hafa byggt upp mikla reynslu á auglýsingum og markaðsráðgjöf á netinu. 

Vörumerkjastjórnun

Ég starfaði sem vörumerkjastjóri hjá Solid Clouds hf. frá apríl til nóvember 2021, og sinnti meðal annars öllu markaðsstarfi og almannatengslum í kringum hlutafjárútboð félagsins sumarið 2021.

Að auki hef ég komið að uppbyggingu vörumerkja á borð við El Grillo og Free Walking Tour Reykjavík.

Markaðsstjórnun

Ég stofnaði fyrirtækið Follow Me ehf., sem sér um Free Walking Tour Reykjavík ásamt fleiri skemmtunum fyrir ferðamenn, og hef verið framkvæmda- og markaðsstjóri þar síðan 2018. 

Að auki rek ég lítið útgáfufélag og á þriðjung í bjórgerðinni El Grillo, og hef séð um markaðsstörf fyrir þau félög.

Almannatengsl

Auk almannatengsla fyrir mig og minn rekstur stóð ég fyrir mikilli almannatengslaherferð í kringum hlutafjárútboð Solid Clouds hf., þegar félagið var skráð á markað sumarið 2021.

Ég var yfir almannatengslum og markaðsstarfi hjá Allir lesa, lestrarátaki á vegum Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO.

Hugmynda- og textagerð

Minn starfsferill hófst hjá auglýsingastofunni Ennemm sem hugmynda- og textamaður, og þótt ég hafi staldrað stutt við þar hef ég verið viðloðandi textasmíð æ síðan.

Ég hef sérhæft mig að miklu leyti í efnismarkaðssetningu (e. content marketing) og hef náð talsverðum árangri þar, með bloggskrifum, hlaðvörpum og almannatengslum.


Ritstörf og þýðingar

Ég hef fengist við þýðingar og ritstörf frá því að ég lauk háskólanámi í bókmenntafræði, og hef komið víða við, meðal annars í útvarpi, sjónvarpi, leikhúsi og bókaþýðingum. 

Tölvuleikjaskrif

Auk þess að vera vörumerkjastjóri hjá Solid Clouds var ég líka yfir svokölluðu „lore“ teymi, sem sá um öll skapandi skrif inn í leikjaheiminn. Við skrifuðum handrit að leiknum sem verið var að gera, auk þess að skrifa smásögur, búa til fyrirbæri í leikjaheiminum og margt fleira.

Blogg og hlaðvörp

Efnismarkaðssetning (e. content marketing) er mínar ær og kýr, og ég hef trú á að það sé það sem virkar best í markaðsstarfi í dag. 

Ég hef haldið úti bloggsíðum og hlaðvörpum til stuðnings mínum rekstri, og hef náð góðum árangri á því sviði.

Útgefin verk

Ég hélt úti þáttaröðinni Tímaflakki, leiknum gamanþáttum á Rás 2 á árunum 2006-2007. Þeir voru síðar endurvaktir í hlaðvarpsformi.

Ég gaf út skáldsöguna Ósagt árið 2007.

Ég hef skrifað útvarpspistla og greinar í tímarit, bæði íslensk og erlend.

Þýðingar

Ég hef þýtt sjónvarpsefni og kvikmyndir í bráðum 20 ár, m.a. fyrir Skjáeinn/Sjónvarp Símans og ViaPlay.

Ég hef þýtt leikrit á borð við 39 þrep og Svörtu kómedíuna.

Ég var einn þýðenda Stórhættulegu strákabókarinnar.

Ég hef þýtt teiknimyndir fyrir talsetningu, þ.á.m. Möttu og ósýnilegu vinina.

Tónlist

Síðustu 20 árin hef ég verið tónlistarstjóri og lagahöfundur í leikhúsi, auk þess að semja, taka upp og gefa út mína eigin tónlist og koma fram víða á sviði, hérlendis og erlendis. Tónlistin mín hefur verið flutt af erlendum listamönnum, og ég hef unnið við tvær Grímusýningar. Ég á útgáfufélagið One Bad Day slf. og kenni námskeið í lagasmíðum.

Leikhústónlist

Ég hef samið og flutt tónlist í ótal leiksýningum. Meðal annars:

Ubbi kóngur, Leikfélag Hafnarfjarðar

Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans, Gaflaraleikhúsið

Í skugga Sveins, Gaflaraleikhúsið (Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins)

Gosi, Borgarleikhúsið (Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins)

Fíflið, Tjarnarbíó (væntanleg haustið 2022)

Plötur

Ég hef gefið út plötur með frumsaminni tónlist.

Misery Loves Company, 2007

A Bottle Full of Dreams, 2018

Má bjóða þér minna?, 2022

Námskeið

Ég kenni námskeið í lagasmíðum á vefsíðunni Strongwriting.net

Hátíðir

Ég er í stjórn tónlistarhátíðarinnar Melodica Hafnarfjörður, sem hlaut styrk frá Hafnarfjarðarbæ 2020.

Leikhús

Það má segja að ég hafi alist upp í leikhúsinu, og það er aldrei langt undan. Ég er menntaður leikstjóri og hef síðustu árin starfað mikið við leikhús, sem tónskáld, tónlistarflytjandi, leikari og leikstjóri. Að auki hef ég þýtt leikrit og þjálfað leikara fyrir inntökupróf í leiklistarskóla.

Leikstjórn

Ég er með MA próf í leikstjórn frá East 15 leiklistarskólanum í London og hef leikstýrt sýningum á borð við Blúndur og blásýru hjá FAS og Leikfélagi Hornafjarðar og Sweeney Todd hjá Leikfélagi Hólmavíkur.

Að auki hef ég leikstýrt örverkum og þjálfað leikara fyrir inntökupróf í leiklistarskóla.

Leikur

Ég hef leikið í ótal sýningum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Gosa, Góða dátanum Svejk og Í skugga Sveins.

Tónlist

Ég hef samið tónlist og verið tónlistarstjóri í ótal leiksýningum.

Eyvindur’s approach to songwriting, time management and goal setting has boosted my productivity and rekindled my passion for writing songs since now I am writing songs like there is no tomorrow!”

-Tryggvi Heiðar Gígjuson

Menntun

Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, MSc

Háskóli Íslands. Áætluð útskrift 2023

Theatre Directing, MA

University of Essex, útskrifaður 2011

Almenn bókmenntafræði, BA

Háskóli Íslands, útskrifaður 2005

Ég segi sögur...

Maðurinn er ekkert ef hann hefur ekki sögur, og þess vegna er ég sannfærður um að sögur eru það eina sem virkar í markaðsmálum.

Og listum.

Og bara lífinu. 

Við þurfum á sögum að halda.

Hlaðvarp

Strongwriting

Personal Branding for Songwriters with Diane Foy

My guest on this episode is Diane Foy. We had a great conversation

Writing Musicals with LinCo Media

My guests on today’s episode of the Strongwriting Podcast are Linda Hildonen and

© 2024, One Bad Day slf    I       I  Privacy policy

>